- Auglýsing -
Nefnd sem ætlað er að móta stefnu til framtíðar fyrir kvennahandknattleik hér á landi mun væntanlega skila af sér skýrslu í nóvember að sögn Guðmundar B. Ólafssonar formanns Handknattleikssambands Íslands. Samþykkt var á ársþingi HSÍ um miðjan apríl að að fela stjórn HSÍ að skipa nefndina.
„Vinna nefndarinnar stendur yfir og við vonumst til þess að hún geti kynnt niðurstöður í nóvember. Engin dagssetning liggur þó fyrir ennþá,“ sagði Guðmundur á blaðamannfundi HSÍ í gær þar sem greint var þó frá nýjungum í afreksstarfinu.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúldóttir hafa verið ráðnar til þess að halda utan um B-landslið kvenna sem m.a. kemur saman til æfinga í næsta viku og tekur þátt í alþjóðlegu móti í Tékklandi síðla í nóvember.
- Auglýsing -