- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framúrskarandi síðari hálfleikur færði Val níu marka sigur

Róbert Aron Hostert og samherjar í Val leika í dag forkeppni Evrópudeildar. Ljósmynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

Valsmenn unnu RK Bjelin Spacva Vinkovc frá Króatíu með níu marka mun á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik, 34:25, í kvöld, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 16:13. Síðari viðureign liðanna fer fram í Króatíu eftir viku og má ljóst vera eftir þessi úrslit að Valsliðið stendur vel að vígi í kapphlaupinu um sæti í F-riðli Evrópudeildar eftir þennan góðan sigur.

Ekki blés byrlega fyrir Valsmenn framan af leik. RK Bjelin Spacva Vinkovci skoraði sex fyrstu mörkin og sjö af fyrstu átta. Leikmenn Vals voru sem felmtri slegnir, jafnt í vörn sem sókn. Eftir leikhlé var breytt um vörn, leikið framar en áður.

Varnarleikurinn skilaði nokkrum árangri. Aðeins tókst Valsmönnum að vinna niður forskot RK Bjelin Spacva Vinkovc. Minstur varð munurinn 12:10, sjö mínútur voru til hálfleiks. Möguleiki á að minnka muninn í eitt mark gekk Valspiltum úr greipum.

Ljóst var að Óskar Bjarni Óskarsson hafði farið vel yfir leik sinna manna í hálfleik. Þeir mættu sem grenjandi ljón til leiks. Varnarleikurinn var frábær og Björgvin Páll Gústavsson hrökk í langþráð stuð í markinu eftir að hafa verið miður sín í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaupin komu á færibandi og eftir nærri 10 mínútur í síðari hálfleik var forkost Vals komið í fjögur mörk, 22:19. Valsmenn voru komnir á bragðið. Þeir létu kné fylgja kviði og juku við forskot sitt jafnt og þétt. Mest varð það 10 mörk, 31:21.

Mörk Vals: Bjarni í Selvindi 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Ísak Gústafsson 6, Róbert Aron Hostert 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Miodrag Corsovic 2, Agnar Smári Jónsson 2, Viktor Sigurðsson 2, Björgvin Páll Gústavssson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1, 43% – Jens Sigurðarson 1, 20%.

Mörk RK Bjelin Spacva Vinkovci: Patrik Maros 7, Ivan Lasic 5, Marin Greganic 5/5, Filip Mazurana 3, Tin Kuze 2, Ivan Lukac 1, Borna Mazurana 1, Kushtrim Ninaj 1.
Varin skot: Sandro Kolar 11/1, 24%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -