- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framvegis fellur eitt lið – næst neðsta sæti fer í umspil

Víkingur féll úr Olísdeildinni í vor en hefði farið í umspil samkvæmt nýtti tilhögun deildarkeppninnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Framvegis fellur eitt lið rakleitt úr Olísdeild karla í lok leiktíðar að vori í stað tveggja eins og verið hefur undanfarin ár eftir að liðum var fjölgað upp í 12 deildinni. Tillaga KA í þessa veruna var samþykkt á ársþingi HSÍ. Tekið verður upp svipað umspil á milli Olísdeildar karla og Grill 66-deildar og verið hefur hjá Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna.

Neðsta lið Olísdeildar karla kemst áfram ekki hjá falli eftir breytingar og efsta lið Grill 66-deildar karla tekur sæti þess. Hinsvegar mun liðið sem hafnar í 11. og næst neðsta sæti taka þátt í umspil og mæta fjórða efsta liði Grill 66-deildar á sama tíma og liðin sem hreppa annað og þriðja sæti mætast. Sigurlið undanúrslitanna mætast síðan í fimm leikja úrslitarimmu um sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.

Vonast er til að breytingin verði til að bæta umspilið auk þess sem það hefur oftar en ekki verið örlög beggja liða sem fara beint upp í Olísdeild karla að falla árið eftir.

„Með þessu er hægt að gefa liðunum í Grill66-deildinni meiri tíma til að byggja upp sín lið og gera þau tilbúnari til að fara upp í Olís-deildinni og vera keppnishæf þar. Mörg dæmi sýna að lið úr Grill66-deildinni hafa “neyðst” til að fara upp án þess að vera í raun tilbúin í það. Sem hefur síðan kostað það að þau hafi fallið strax aftur og misst sína bestu leikmenn til stærri félaga,“ segir m.a. í röksemdum KA sem bar tillöguna upp.

Víkingur í umspil

Selfoss rak lestina í Olísdeild karla í vor og Víkingur hafnaði í næst neðsta sæti. Sæti þeirra taka ÍR og Fjölnir. Ef nýju reglurnar hefðu verið í gildi í vor hefði Víkingur farið í umspil og mætt Þór í fyrstu umferð meðan Fjölnir og Hörður áttust við í hinni viðureign undanúrslita.

Nánar er hægt að lesa um tillöguna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -