- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fredericia HK í þriðja sæti – Íslendingar atkvæðamiklir

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Fredericia HK vann Skanderborg AGF á útivelli í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag, 32:27, og tryggði sér þar með þriðja sæti deildarinnar. Skanderborgarliðið varð að gera sér fimmta sætið að góðu þremur stigum á eftir.

Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Skanderborg og gaf þrjár stoðsendingar. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia HK.


Aalborg Håndbold hafði fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn og GOG sat og situr enn sem fastast í öðru sæti.

Framundan eru átta liða úrslit sem leikin verða í tveimur fjögurra liða riðlum að vanda. Fimm neðstu liðin mætast einnig í umspilskeppni. Að henni lokinni leikur neðsta lið umspilskeppninnar við næst efsta lið 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni. Hið sögufræga lið KIF Kolding féll í dag.

Stórsigur hjá Arnóri

Arnór Atlason stýrði TTH Holstebro til góðs sigur á TMW Ringsted á heimavelli, 39:27. Holstebro var fyrir löngu öruggt um sæti í úrslitakeppninni. Sjöunda sætið kom í hlut liðsins með 29 stig, sigi fyrir ofan Skjern en stigi á eftir Bjerringbro/Silkeborg.

Sóttu ekki gull í greipar Skjern

Eftir góðan endasprett og björgun frá falli úr úrvalsdeildinni þá tókst Ribe-Esbjerg ekki að leggja Skjern á útivelli í dag en ekki mörg lið sem sækja gull í greipar leikmanna Skjern á þeirra heimavelli. Lokatölur 39:29.

Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Ribe-Esbjerg og gaf tvær stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson, sem varð þrítugur í gær, varði fimm skot í markinu, 17,2%.

Ribe-Esbjerg varð þar með í 12. sæti af 14 liðum og fer í umspilskeppni liðanna í neðri hlutanum ásamt SönderjyskE, TMS Ringsted, Nordsjælland og Grindsted sem blés á allar hrakspár við upphaf leiktíðar og hélt sæti sínu í deildinni.

Blésu á hrakspár

Grindsted vann Bjerringbro/Silkeborg, 33:30, í Silkeborg í dag. Margir spáðu því að Grindsted félli rakleitt niður og fengið jafnvel ekki stig.

Hið sögufræga lið Kolding féll úr úrvalsdeildinni og ljóst að mikil uppstokkun er framundan á þeim bænum.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark úr vítakasti í dag fyrir Bjerringbro/Silkeborg í tapleiknum á heimavelli fyrir Grindsted.

Lokastaðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -