- Auglýsing -
Vegna óvissu með siglingar milli lands og Eyja næstu daga sökum umhleypinga í veðri hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að fresta leik ÍR og ÍBV í Olís deild karla sem fram átti að fara á morgun, sunnudag, í Skógaseli, heimavelli ÍR.
Nýr leiktími verður auglýstur síðar, segir í tilkynningu mótanefndar, svo mikil virðist óvissan vera.
- Auglýsing -