Freyr Aronsson leikmaður Hauka var valinn leikmaður 13. umferðar Olísdeildar karla í samantekt Handboltahallarinnar, vikulegs þáttar sem er á dagskrá sjónvarps Símans hvern mánudag. Freyr skaraði fram úr þegar Haukar unnu KA, 42:38, í Kuehne+Nagel höllinni síðasta miðvikudag. Freyr skoraði átta mörk í 10 skotum, var með níu sköpuð færi og vann þrjú vítaköst.
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Freyr er leikmaður umferðarinnar og í fjórða skipti sem hann skipar úrvalsliði umferðarinnar á leiktíðinni.
Lið 13. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Eiður Rafn Valsson, Fram.
Hægri skytta: Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR 3*.
Miðjumaður: Freyr Aronsson, Haukum 4*.
Vinstri skytta: Oscar Sven Leithoff Lykke, Aftureldingu 2*.
Vinsta horn: Andri Finnsson, Val 2*.
Línumaður: Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Markvörður: Sigurjón Bragi Atlason.
Varnarmaður: Þorgils Jón Svölu Baldursson, Val 3*.
Þjálfari umferðarinnar: Carlos Martin Santos, Selfossi 3*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 13. umferðar: Freyr Aronsson, Haukum 2*.
(*Hversu oft í valinn leikmaður umferðarinnar).






