- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullkomin kveðjustund hjá Þóri – ellefu gullverðlaun

Leikmenn Evrópumeistara Noregs tollera Þórir Hergeirsson eftir sigur í kveðjuleiknum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þórir Hergeirsson kvaddi starf sitt sem landsliðsþjálfari Noregs á viðeigandi hátt í kvöld með því að leiða Noreg í sjötta sinn til sigurs á Evrópumeistaramóti undir sinni stjórn. Um leið fagnaði hann sigri á ellefta stórmóti sínu. Norðmenn kjöldrógu Dani í úrslitaleiknum í Vínarborg, 31:23, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12.


Alls hefur norskra landsliðið unnið sautján sinnum til verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris frá því að hann tók við sem landsliðsþjálfari 1. janúar 2009. Enginn handknattleiksþjálfari landsliða, kvenna eða karla, hefur stýrt landsliði oftar til sigurs á stórmóti en Þórir, alls 11 sinnum.

Árangur Þóris með norska landsliðið, 2009 - 2024:
Gullverðlaun: 11 (EMx6, HMx3, ÓL2).
Sifurverðlaun: 3 (1xEM, HM2).
Bronsverðlaun: 3 (HMx1, ÓLx2).
Fjórða sæti: 1 (HM2019).
Fimmta sæti: 2 (HM2013, EM2018).
Norska landsliðið tekur við verðlaunum sínum í dag. Þórir Hergeirsson hæverskur að vanda t.v. í aftari röð með plattann. Ljósmynd/EPA

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem norska liðið komst yfir með síðasta markinu sem skorað var áður en gengið var til búningshernbergja tók norska liðið öll völd strax í upphafi síðari hálfleiks. Norska liðið skoraði þrjú fyrstu mörkin og virtist slá Dani út af laginu. Eftir um 10 mínútur var forskotið komið í sex mörk og um miðjan síðari hálfleik var staðan 23:16. Danir voru ráðþrota og hrein raun að þurfa að vera inni á leikvellinum til enda.


Norska landsliðið lék við hvern sinn fingur og sýndi að maður kemur í manns stað. Margir töldu það veikara nú en á Ólympíuleikunum vegna þess að fjóra öfluga leikmenn vantaði úr sigurliðinu á Ólympíuleikunum. Allt tal um veikara norskt landslið átti ekki við rök að styðjast þegar á hólminn var komið.


Henny Reistad skoraði átta mörk fyrir norska landsliðið og var markahæst. Emilie Hovden var næst með sex mörk. Silje Solberg stóð í marki Noregs frá upphafi til enda ef undan er skilið eitt vítakast. Solberg varði 12 skot, 36,3%.

Anne Mette Hansen og Mie Højlund voru markahæstar í danska liðinu með fimm mörk hvor. Anna Kristensen varði níu skot í markinu, 24,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -