- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullvíst að Gummersbach mætir FH í Krikanum

Væntanlega verður rífandi góð stemning í Kaplakrika þegar Gummersbach kemur í heimsókn. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Fullvíst er að þýska handknattleiksliðið Gummersbach verður á meðal andstæðinga Íslandsmeistara FH í riðlakeppni Evópudeildar karla. Gummersbach, með Elliða Snæ Viðarsson og Teit Örn Einarsson auk Guðjóns Vals Sigurðssonar í stól þjálfara, vann danska liðið Mors-Thy öðru sinni í dag í forkeppni Evrópudeildar, 39:30. Leikurinn fór fram á heimavelli Gummersbach í Þýskalandi.

Samkvæmt leikjadagskrá sem gefin var út riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum vikum er gert ráð fyrir að Gummersbach mæti í Kaplakrika þriðjudaginn 15. október í annarri umferð riðlakeppninnar.

Teitur Örn var markahæstur hjá Gummersbach í leiknum í dag. Selfyssingurinn skoraði sjö mörk út átta skotum. Elliði Snær skoraði tvisvar.

Eftir stórsigur Gummersbach á Jótlandi fyrir rúmri viku, 36:22, var ljóst að mikið þurfti að ganga á í leiknum í dag til þess að leikmenn Mors-Thy sneru við taflinu.

Leikjadagskrá FH í riðlakeppni Evrópudeildar:
8. október: Fenix Toulouse – FH.
15. október: FH – Gummersbach.
22. október: FH – IK Sävehof.
29. október: IK Sävehof – FH.
19. nóvember: Gummersbach – FH.
26. nóvember: FH – Fenix Toulouse.
Leikjadagskrá Vals í riðlakeppni Evrópudeildar:
8. október: HC Vardar – Valur.
15. október: Valur – Porto.
22. október: Melsungen – Valur.
29. október: Valur – Melsungen.
19. nóvember: Valur – HC Vardar.
26. nóvember: FC Porto – Valur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -