- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullyrt að Bjarki Már fái nýjan þjálfara

Xavier Pascual þjálfari Dinamo Búkarest er sagður vera á leiðinni til Veszprém. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Fjölmiðlar í Rúmeníu og í Ungverjalandi greina frá því í dag Spánverjinn Xavier Pascual taki við þjálfun ungverska meistaraliðisins Telekom Veszprém á næstu dögum. Bjarki Már Elísson landsliðsmaður leikur með liðinu.

Fullyrt er að samkomulag sé í burðarliðnum á milli Veszprém og Dinamo Búkarest. Pascual hefur þjálfað Dinamo síðustu þrjú ár og er samningsbundinn í ár til viðbótar.

Forseti Dinamo Búkarest staðfesti í samtali við Eurosport í Ungverjalandi að Pascual sé á förum frá félaginu og til Veszprém. Aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum lausum endum í samningi milli félaganna. Ekkert hefur heyrst frá stjórnendum Telekom Veszprém vegna tíðindanna.

Serbinn Momir Ilic hefur þjálfað Telekom Veszprém í þrjú ár en var áður í átta ár leikmaður liðsins. Undanfarin tvö tímabil hefur Veszprém unnið allt á heimavígstöðvum, deildina og bikarkeppnina. Það nægir stjórnendum ungverska félagsins ekki. Þeir vilja leggja allt í sölurnar til þess að vinna Meistaradeild Evrópu. Þrátt fyrir að hafa komist í undanúrslit nokkrum sinnum þá hefur draumurinn um sigur aldrei ræst. Í vor féll liðið úr leik í átta liða úrslitum.

Með komu Pascual horfa stjórnendur Veszprém væntanlega til þess að komast alla leið. Barcelona vann Meistaradeildina þrisvar sinnum með Pascual við stjórnvölin 2011, 2015 og 2021.

Uppfært: Í tilkynningu á Facebook-síðu Dinamo Búkarest er brottför Pascual staðfest.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -