- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fullyrt að kaupin á Wolff séu í höfn

Andreas Wolff, markvörður þýska landsliðsins. Hann er sagður vera á heimleið eftir fimm ára veru há Kielce í Póllandi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýska fréttastofna NDR fullyrti í gær að THW Kiel hafi náð samkomulagi við pólska liðið Industria Kielce um kaup á þýska landsliðsmarkverðinum Andreas Wolff. Kaupin hafa legið í loftinu síðustu daga eftir að forráðamenn meistaraliðsins SC Magdeburg sögðust ekki vera á höttunum eftir Wolff en vangaveltur um slíkt höfðu verið uppi síðustu mánuði.

90 milljónir og markvörður?

Ekki kemur fram í frétt NDR hversu mikið Kiel þarf að borga fyrir markvörðinn sem er samningsbundinn Indurstria Kielce til ársins 2028. Á dögunum var greint frá því í þýskum fjölmiðlum að Kiel væri reiðbúið að greiða Indurstria Kielce 600 þúsund evrur, jafnvirði um 90 milljóna króna, fyrir Wolff auk franska markvarðarins Samir Bellahcene.

Þekkir til

Wolff, sem er 33 ára gamall, þekkir vel til í herbúðum THW Kiel. Hann lék með liði félagsins frá 2016 til 2019 en Alfreð Gíslason krækti í Wolff frá Wetzlar. Sumarið 2019 gekk Wolff óvænt til liðs við Kielce í Póllandi en fremur er óalgengt að fremstu handknattleiksmenn Þýskalands leiki utan heimalandsins.

Wolff hefur um árabil verið fremsti markvörður Þjóðverja og nánast einokað markvarðastöðu landsliðsins. Hann sló í gegn þegar Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, urðu Evrópumeistarar 2016. Síðan hefur naumlega annar maður staðið í þýska markinu í kappleikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -