- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrirliði í fyrsta sinn í 51. landsleiknum

Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson og Björgvin Páll Gústavsson hafa allir verið fyrirliðar landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á ferlinum í kvöld í sínum 51. landsleik þegar íslenska landsliðið mætti Svíum í vináttuleik í Kristianstad. Elliði Snær bar þó ekki fyrirliðabandið nema í um 20 mínútur því þá var honum sýnt rautt spjald sem kom í veg fyrir frekar þátttöku hans í leiknum.


Elliði Snær hljóp í skarðið fyrir Aron Pálmarsson sem verið hefur fyrirliði landsliðsins síðan Guðjón Valur Sigurðsson sagði skilið við landsliðið eftir EM 2020. Á undan Guðjóni Val var Ólafur Stefánsson árum saman fyrirliði og þar áður Dagur Sigurðsson.

Í þau skipti sem Aron hefur ekki verið með landsliðinu á síðustu árum hafa Björgvin Páll Gústavsson, Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason verið fyrirliðar auk Arnórs Þór Gunnarssonar á HM 2021 í Egyptalandi. Arnór Þór er hættur og hefur snúið sér að þjálfun.

Ómar Ingi var síðast

Ómar Ingi var fyrirliði í leikjunum við Bosníu og Georgíu í undankeppni EM í byrjun nóvember þegar Aron var fjarverandi. Um þessar mundir nýtur landsliðið ekki krafta Ómars Inga vegna meiðsla hans.

Elliði Snær er fyrsti uppaldi Eyjamaðurinn a.m.k. um langt árabil til þess að bera fyrirliðabandið með landsliðinu í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -