Hildur Björnsdóttir, fyrirliði Íslands- og deildarmeistara Vals í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals um tvö ár. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027.
Hildur, sem er einn reyndasti og öflugasti leikmaður Olísdeildar kvenna hefur verið mikilvægur hluti af hinu sigursæla liði Vals undanfarin ár. Hún gekk til liðs við Val árið 2017 frá Fylki.
„Hún er gríðarlega öflugur liðsmaður jafnt innan sem utan vallar og mjög stór partur af okkar frábæra samfélagi á Hlíðarenda.
Reynsla Hildar á eftir að nýtast vel inn á vellinum og um leið að styðja við og miðla sinni reynslu til yngri leikmanna félagsins,“ segir í tilkynningu Vals.
Framundan er úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn og leikir í úrslitum Evrópubikareppni kvenna svo það verður í mörg horn að líta hjá Hildi og samherjum í Val.