- Auglýsing -
Erwin Lanc fyrrverandi forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, lést 29. mars á 95. aldursári. Lanc var Austurríkismaður og áhrifamaður í landinu um langt skeið. Lanc stýrði IHF frá 1984 til ársins 2000 þegar Hassan Moustafa tók við. Lanc var einnig formaður austurríska handknattleikssambandsins frá 1977 til 1993.
Lanc sat í um tvo áratug á austurríska þinginu fyrir sósíaldemókrata og var ráðherra í 11 ár á áttunda og níunda áratugnum. Fyrst samgönguráðherra, síðan innanríkisráðherra og loks utanríkisráðherra.
Frá 1989 til 2008 var Lanc forseti International Institute for Peace.
Þegar Lanc hætti sem forseti IHF var hann útnefndur heiðurforseti sambandsins.
- Auglýsing -