- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrst og fremst ánægður með sigurinn

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, og liðsmenn hans er komnir í átta liða úrslit í Coca Colabikarnum. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég vissi fyrir leikinn að um erfiðan leik yrði að ræða. Stjarnan er með hörkulið og góðan þjálfara og víst var að liðið myndi koma til baka eftir hvað gerst hefur. Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, við handbolta.is í gærkvöld eftir að Fram lagði Stjörnuna, 26:25, í miklum spennuleik i Olísdeild kvenna í TM-höllinni í Mýrinni.


„Það var sterkt af okkar hálfu að snúa við taflinu eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar um tíu mínútur voru til leiksloka,“ sagði Stefán ennfremur en með sigrinum komst Fram í efsta sæti deildarinnar. Fram er stigi á undan Val sem á leik til góða.


Fram lenti þremur mörkum undir í fyrri hálfleik og aftur í síðari hálfleik en vann forskotið upp í bæði skiptin. Stefán sagði það hafa verið mistök af sinni hálfu að halda ekki áfram í 5/1 vörn í upphafi síðari hálfleiks. Sú breyting sem hann gerði þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik hafi skilað liðinu forskoti. Það hafi einnig verið raunin þegar hann breytti yfir í 5/1 vörn þegar á leið síðari hálfleiks.


„Um leið og við fórum í 5/1 þá snerist leikurinn okkur í hag. Stjarnan er hinsvegar með gott lið og hefur á að skipa góðum leikmönnum. Það er því gott af okkar hálfu að vinna leikinn. Tvö stig skipta okkur öllu máli þótt víst sé að við getum gert margt betur en við höfum gert til þessa,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -