- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrst og fremst bregður manni þegar svona gerist

Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari og Örnólfur Valdimarsson læknir voru fljótir að koma og huga að Orra Frey eftir að hann var hindraði í hraðaupphlaupi í leiknum við Kúbu á laugardagskvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er heilt yfir ánægður. Ég hef nýtt mín tækifæri vel og hefur farið af stað af krafti,“ segir Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik. Hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld gegn Slóvenum í úrslitaleik um efsta sæti G-riðils heimsmeistaramótsins kl. 19.30 í Zagreb Arena. Orri Freyr hefur skorað 13 mörk og er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í mótinu.


Orri Freyr var hindraður í hraðaupphlaupi í síðari hálfleik í leiknum við Kúbu. Sem betur fer hefur það ekki dregið dilk á eftir sér og Orri Freyr mætir galvaskur í leikinn í kvöld.

„Lendingin var óþægileg og ég fékk smá högg á aðra öxlina. Fyrst fremst bregður manni þegar svona atvik eiga sér stað. Þetta er sem betur fer ekki beinlís venjan þegar maður fer í galopið hraðaupphlaup að það sé keyrt í hliðina á manni. Ég er sem betur fer óskaddaður,“ segir Orri Freyr en handbolti.is hitti hann að máli á hóteli landsliðsins í Zagreb laust eftir hádegið í gær.

Orri Freyr segist vera fullur eftirvæntingar fyrir leikinn gegn Slóveníu í kvöld. „Við erum spenntir fyrir að takast á við Slóvenana.“

Nánar er rætt við Orra Frey í myndskeiði hér fyrir ofan, bæði um leikinn í kvöld og eins það sem á undan er gengið.

A-landslið karla – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -