Blær Hinriksson og liðsmenn Leipzig kræktu í sitt fyrsta stig á leiktíðinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þegar þeir sóttu Göppingen heim, 24:24. Blær og félagar sáu tvö stig renna sér úr greipum því eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins þá skoruðu leikmenn Göppingen tvö síðustu mörk leiksins.
Ýmir Örn Gíslason fyrirliði Göppingen fór fyrir félögum sínum og varði með m.a. skot í vörninni skömmu fyrir leikslok áður en Fynn Hofele jafnaði metin á síðustu andartökum viðureignarinnar.
Annan leikinn í röð sýndu leikmenn Göppingen mikla þrautseigju á lokakaflanum en þeir lögðu Erlangen um síðustu helgi með öflugum endaspretti eftir að hafa verið undir lengst af.
Leipzig var á tímabili með fimm marka forskot.
Ýmir Örn skoraði eitt mark og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur. Göppingen hefur þar með unnið inn fjögur stig í fjórum fyrstu leikjunum.
Leipzig hefur eitt stig eftir fjórar viðureignir eins og GWD Minden á þrjá leiki að baki Bergischer er neðst og án stiga eftir að hafa leikið þrisvar.
Staðan í þýska handboltanum og í fleiri deildum Evrópu.