Fyrsta embættisverk Willum Þórs Þórssonar eftir að hann var kjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í gær var að afhenda Evrópubikarmeisturum Vals gullverðlaunapeninga sína eftir sigur liðsins á BM Porrio í síðari úrslitaleik liðanna á Hlíðarenda.
Rúmum tveimur klukkustundum áður en flautað var til leiks á Hlíðarenda fékk Willum Þór yfirburða kosningu í embætti forseta ÍSÍ á 77. íþróttaþingi sambandsins. Hann fékk 109 af 145 greiddum atkvæðum en alls sóttust fimm eftir embættinu. Willum Þór er áttundi forseti ÍSÍ frá stofnun 1912.

Willum Þór mætti galvaskur á Hlíðarenda þar sem hann þjálfaði árum saman karlalið Vals í knattspyrnu, og hengdi verðlaunpeningana um háls leikmanna til liðanna tveggja og tók því næst þátt í koma verðlaunastyttu Evrópubikarkeppninnar í hendur Valskvenna ásamt fulltrúa frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF.
