- Auglýsing -

Fyrsta vítakeppnin sem tapast í Evrópukeppni félagsliða

- Auglýsing -


Þegar Stjarnan tók þátt í vítakeppni í gær svo leiða mætti til lykta viðureignina við CS Minaur Baia Mare í forkeppni Evrópudeildar í Hekluhöllinni var liðið nærri hálft annað ár frá eftirminnilegri vítakeppni Valsmanna gegn Olympiakos í síðari úrslitaleik liðanna í Aþenu í maí 2024. Valur vann vítakeppnina og varð Evrópubikarmeistari eftir Savvas Savvas skaut í þverslá. Samanlögð úrslit, 62:61.

FH tók fyrst íslenskra liða þátt í Evrópukeppni félagsliða og urðu að ferðast sérstaklega til Pétursborgar eftir að dómurum og eftirlitmanni varð á að gera axarskaft.

Vítakeppnin í Hekluhöllinni í gær er sú þriðja sem íslenskt félagslið tekur þátt í og sú fyrsta sem tapast.

FH-ingar lentu í vítakeppni gegn rússneska liðinu St. Petersburg HC í nóvember 2017. Reyndar hafði vítakeppnina talsverðan aðdraganda. Til hennar kom vegna þess að hvorki dómarar né eftirlitsmaður á síðari leik St. Petersburg HC og FH sem fram fór Pétursborg 15. október virtust vera með á hreinu eða voru ekki sammála um hvaða reglur giltu væri jöfn staða eftir tvær viðureignir eins og raun var á í Pétursborg.

Sama markatala í báðum leikjum

FH vann með fimm marka mun, 32:27, í Kaplakrika en tapaði með sömu markatölu, 32:27, í Pétursborg viku síðar. Leikurinn var framlengdur í stað þess að fara strax í vítakeppni.

EHF greip í taumana

Handknattleikssamband Evrópu greip í taumana nokkrum dögum eftir leikinn, strikaði út framlenginguna sem leikin var og mælti um að FH-ingar færu aftur til Pétursborgar nærri mánuði síðar, 12. nóvember, til þess að taka þátt í vítakeppni. Þannig varð leiknum lokið eins og reglur gerðu þá ráð fyrir. FH vann vítakeppnina, 4:3. Ísak Rafnsson skoraði sigurmark FH.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bar allan kostnað við för og gistingu 21 FH-ings til Pétursborgar auk dómara og eftirlitsmanns. FH varð að mæta með fullskipaða sveit, þá sömu og tók þátt í síðari leiknum mánuði áður.

Var enn í gildi

Árið 2017 var enn í gildi reglan um útvallarmörk, þ.e. liðið sem skoraði fleiri mörk á útivelli færi áfram ef samanlögð markatala væri jöfn. Í tilfelli FH og St. Petersburg HC var staðan hnífjöfn eftir tvo leiki og ekki hægt að leita í útvallarregluna. Þar af leiðandi átti að fara beint í vítakeppni, ekki í framlengingu.

Reglum síðar breytt

Nokkrum árum síðan um 2020 var útvallarreglar afnumin og tekin upp vítakeppni verði tvö lið jöfn eftir tvo leiki, burt séð frá því hvort liðið skorar fleiri mörk á útivelli. Þar með var öllum ruglingu, eins og tilfelli FH, eytt. Vafalust hefur uppákoman í Pétursborg orðið til þess að breytingarnar áttu sér stað.

Breytingar, sem eins og áður segir áttu sér stað fyrir um fimm árum voru hinsvegar ekki öllu ljósar í Hekluhöllinni í gær. Einhverjir leikmenn hlupu til búningsherbergja og vallarþulurinn tilkynnti um hlé meðan lagt væri á ráðin fyrir framlengingu sem aldrei var gripið til enda ekki lengur gert ráð fyrir henni. Dómarar og eftirlitsmaður voru með allt á hreinu að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -