Ítalir, sem verða fyrsti andstæðingur Íslands í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik á föstudaginn í næstu viku, vann Rúmena, 35:34, í vináttulandsleik að viðstöddum 2.900 áhorfendum í keppnishöllinni í Trieste á Ítalíu í kvöld. Ítalir voru með yfirhöndina allan leikinn og voru töluvert sterkari í fyrri hálfleik. Rúmenar sóttu aðeins í sig veðrið í síðari hálfleik og voru nærri að ná jafntefli. Staðan í hálfleik var 20:17, Ítölum í vil.
Ítalska liðið lék án línumanns allan fyrri hálfleikinn en það er nýjasta tískan í handboltanum.
Einnig léku þeir nokkur varnarafbrigði, þar á meðal 3/3.
Ítalir leika tvo vináttuleiki til viðbótar fyrir EM. Þeir sækja Færeyinga heima í þjóðarhöllina í Þórshöfn, Við Tjarnir, á föstudag og sunnudag.
Tékkar unnu Austurríkismenn, 30:29, í Vínarborg. Um var að ræða fyrsta leik Austurríkismanna undir stjórn Spánverjans Iker Romero. Hann tók í sumar við af Alex Pajovic.
Meira um tískuna að leika án línumanns:



