Alexander Petersson er fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn til þess að leika 500 leiki í þýsku 1. deildinni í handknattleik samkvæmt tölfræði sem Þjóðverjinn Fabian Koch hefur tekið saman og birt á Twittter.
5⃣0⃣2⃣‼️
— Fabian Koch (@Fabian_Handball) November 25, 2021
According to his profile on the HBL-website and the statistics archive of @thw_handball Icelandic evergreen Alex Petersson of @mthandball played his 502th game in @liquimoly_hbl tonight. His 500th game was against @tvbstuttgart. #handball #iceland #handbolti @HSI_Iceland pic.twitter.com/di7soFECzz
Samkvæmt bókhaldi Koch þá lék Alexander sinn 502. leik í deildinni í gærkvöldi er lið hans, Melsungen, mættir Rhein-Neckar Löwen og vann, 25:24. Alexander náði 500 leikja áfanganum í viðureign Melsungen og Stuttgart laugardaginn 13. nóvember.
Alexander hefur leikið í þýsku 1. deildinni í 16 ár með fimm liðum, Grosswallstadt, Flensburg, Füchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og Melsungen. Einnig var Alexander um nokkurt skeið með Düsseldorf í næst efstu deild í upphafi ferils síns í Þýskalandi.
Markvörðurinn Carsten Lichtlein er leikjahæstur í þýsku 1. deildinni. Hann lék 686 leiki. Annar markvörður er næstur á listanum, Jan Holpert, með 625 leiki og Christian Schwarzer er í þriðja sæti með 600 leiki áður en þriðji markvörðurinn birtist í fjórða sæti.
Most games:
— Fabian Koch (@Fabian_Handball) November 25, 2021
686 Carsten Lichtlein
625 Jan Holpert
600 Christian Schwarzer
589 Henning Fritz
586 Volker Zerbe
574 Jogi Bitter
569 Mattias Andersson
561 Stefan Hecker
552 Michael Haaß
543 Holger Glandorf
539 Silvio Heinevetter
528 Andreas Thiel
502 Alex Petersson
501 Thomas Knorr