Íslands- og bikarmeistarar Fram hefja keppni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla á heimavelli þriðjudaginn 14. október. Andstæðingurinn verður annað hvort slóvenska liðið Gorenje Velenje eða HC Kriens-Luzern frá Sviss. Liðin eiga eftir að gera upp reikningana í forkeppninni í lok ágúst og í byrjun september.
Viku síðar sækja Framarar liðsmenn Elverum heim til Noregs ellegar spænska liðið Bathco BM Torrelavega.
Porto mætir í nóvember
Að loknu þriggja vikna hléi verður þráðurinn tekinn upp aftur þriðjudaginn 11. nóvember. Þá mæta Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í FC Porto í Lambhagahöllina og reyna sig gegn Fram.
Eftir það taka við þrír þriðjudagar í röð, tveir þeirra með leikjum á útivelli áður en riðlakeppninni lýkur með heimaleik 2. desember með viðureign við Elverum eða Bathco BM Torrelavega.
14. október:
Fram – RK Gorenje Velenje eða HC Kriens-Luzern.
21. október:
Elverum eða Bathco BM Torrelavega – Fram.
11. nóvember:
Fram – FC Porto.
18. nóvember:
FC Porto – Fram.
25. nóvember:
RK Gorenje Velenje eða HC Kriens-Luzern – Fram.
2. desember:
Fram – Elverum eða Bathco BM Torrelavega.
Stjarnan byrjar úti ef….
Ef Stjarnan kemst áfram verður fyrsti leikurinn í Ljubljana í Slóveníu gegn meisturum Grosist Slovan þriðjudaginn 11. október.
Stjarnan mætir rúmenska liðinu CS Minaur Baia Mare í forkeppni Evrópudeildarinnar 30. eða 31. ágúst ytra og 6. eða 7. september í Hekluhöllinni. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í C-riðli Evrópudeildarinnar.
14. október:
Grosist Slovan – CS Minaur Baia Mare/Stjarnan.
21. október:
CS Minaur Baia Mare/Stjarnan – Fraikin BM Granollers.
11. nóvember:
CS Minaur Baia Mare/Stjarnan – Skanderborg/Marítimo da Madeira Andebol SAD.
18. nóvember:
Skanderborg/Marítimo da Madeira Andebol SAD – CS Minaur Baia Mare/Stjarnan.
25. nóvember:
CS Minaur Baia Mare/Stjarnan – Grosist Slovan.
2. desember:
Fraikin BM Granollers – CS Minaur Baia Mare/Stjarnan.
Evrópubikarkeppnin – fréttasíða.