- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigur Hauka í höfn – Margrét er mætt til leiks

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Haukar2 unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Grill 66-deild kvenna þegar liðið lagði Berserki, 24:20, á Ásvöllum í annarri viðureign þriðju umferðar deildarinnar. Haukar voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:7, en liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda.


Miklu munaði fyrir Haukaliðið að vera með Margréti Einarsdóttur markvörð. Hún er nýbyrjuð að æfa á ný eftir frí vegna vinnu í ágúst og september. Vegna þess hefur Margrét ekkert komið við sögu með meistaraflokksliði Hauka í Olísdeildinni.

Ester Amíra Ægisdóttir var markahæst hjá Haukum með átta mörk. Heiðrún María Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði Berserkja með sjö mörk.

Eftir leikinn í kvöld eru Berserkir eina lið Grill 66-deildar sem enn hefur ekki krækt í stig.

Margrét er alls ekki hætt – fékk tveggja mánaða frí

Mörk Hauka2: Ester Amíra Ægisdóttir 8, Rósa Kristín Kemp 4, Hafdís Helga Pálsdóttir 3, Katrín Inga Andradóttir 3, Bryndís Pálmadóttir 2, Olivia Boc 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 25.

Mörk Berserkja: Heiðrún María Guðmundsdóttir 7, Arna Sól Orradóttir 5, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Agnes Ýr Bjarkadóttir 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1, Helga Björg Pétursdóttir 1, Jenný Gia Luun 1, Thelma Dís Harðardóttir 1, Thelma Lind Victorsdóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 14, Sólveig Katla Magnúsdóttir 6.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -