ÍR vann stórsigur á Gróttu, 30:18, þegar tvö neðstu lið Olísdeildar kvenna í handknattleik mættust í Skógarseli í kvöld þegar keppni hófst á ný eftir um hálfs mánaðar hlé vegna æfinga og leikja kvennalandsliðsins. Þetta var um leið fyrsti sigurleikur ÍR-liðsins á leiktíðinni en áður hafði það gert tvö jafntefli, við Selfoss og Fram, en tapað fjórum leikjum.
Grótta náði að halda eitthvað í við ÍR-inga í fyrri hálfleik en þegar kom fram í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða af hálfu ÍR-liðsins. ÍR skoraði tvö mörk á móti hverju einu frá Gróttu.
Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður ÍR varði afar vel. Þegar leikurinn var gerður upp hafði hún varið helming þeirra skota sem komu á markið. Sara Dögg Hjaltadóttir bar uppi sóknarleik ÍR sem fór upp að hlið Stjörnunnar með þessum sigri með fjögur stig. Grótta er neðst með tvö stig.
Stórsigur meistaranna
Stjarnan sótti Íslandsmeistara Vals heim í N1-höllina á Hlíðarenda. Sú viðureign var aldrei spennandi. Til þess voru yfirburðir Vals of miklir nánast frá fyrstu mínútur. Lokatölur, 34:20 fyrir Val sem var sex mörkum yfir eftir 30 mínútur, 16:10.
Valur tapaði síðast leik í Olísdeild kvenna 21. október 2024 og þá með minnsta mun fyrir Haukum á Ásvöllum. Eins og liðið leikur og önnur í deildinni virðist fátt benda til þess að Valsliðið tapi á næstunni.
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir
Úrslit kvöldsins
ÍR – Grótta 30:18 (14:10).
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11/4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 18/1, 50%.
Mörk Gróttu: Rut Bernódusdóttir 4, Karlotta Óskarsdóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 2/2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 10, 25%.
Tölfræði HBStatz.
Valur – Stjarnan 34:20 (16:10).
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6/2, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Lovísa Thompson 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1/1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 18/1, 56,3% – Silja Arngrímsdóttir Müller 3, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 5/2, Anna Lára Davíðsdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Aki Ueshima 6/1, 17,6% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 1, 14,3%.
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir