- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigur Selfoss í fjögur ár

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Selfoss hrósaði sigri í fyrsta leik liðsins í fjögur ár í Olísdeild kvenna í handknattleik, 32:25, gegn HK í Kórnum í Kópavogi í síðasta leik 1. umferðar. Nýliðar Selfoss voru með yfirhöndina frá upphafi til enda þótt sjö marka munur í lokin sé ekki lýsandi fyrir stöðuna lengst af leiksins.


Selfoss var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:15. Ungt HK liðið átti á brattann að sækja frá upphafi. Leikmenn gáfust hinsvegar aldrei upp og reyndu hvað þeir gátu til enda.


HK varð fyrir miklu áfalli eftir rétt liðlega 20 mínútur þegar einn reyndasti leikmaður liðsins, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fékk mjög þungt höfuðhögg. Talsverðan tíma tók að huga að henni en loks var Valgerður Ýr borin af leikvelli og flutt undir læknishendur. Handbolti.is sendir henni allra bestu batakveðjur.
Selfossliðið var sterkara og ef marka má þennan leik þá gæti það strítt nokkrum liðum deildarinnar.


Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 5, Embla Steindórsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 6, Ethel Gyða Bjarnasen 2.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 9, Rakel Guðjónsdóttir 8, Tinna Soffía Traustadóttir 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Roberta Ivanauskaite 3.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 8, Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

Staðan í Olísdeildunum.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -