- Auglýsing -
Elvar Ásgeirsson og samherjar í Nancy unnu í kvöld sinn fyrsta leik í frönsku 1. deildinni þegar þeir lögðu liðsmenn Toulouse, 24:22, á útivelli. Nancy sem kom upp í deild þeirra bestu fyrir keppnistímabilið hafði tapað tveimur fyrstu leikjunum á keppnistímabilinu og því var sigurinn í kvöld enn kærkomnari en ella.
Nancy var með tveggja marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik, 13:11.
Elvar átti góðan leik. Hann skoraði þrjú mörk í fjórum skotum og stýrði sóknarleik liðsins af röggsemi. Einnig átti hann tvær stoðsendingar.
Staðan:
Standings provided by SofaScore LiveScore