Guðmundur Þórður Guðmundsson fagnaði fyrsta sigri sínum með Frederica HK á leiktíðinni í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar lið hans lagði TMS Ringsted, 27:23, í viðureign liðanna í 2. umferð deildarinnar í Ringsted á Sjálandi. Eftir slæman skell í fyrstu var sigurinn í kvöld kærkominn hjá Fredericia HK.
Guðmundur Bragi Ástþórsson og Ísak Gústafsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir TMS Ringsted. Þeir áttu eina stoðsendingu hvor. Ísaki var vikið í tvígang af leikvelli. Guðmundi Braga brást einu sinni bogalistin í eitt skipti í vítakasti.
Frederica HK og TMS Ringsted hafa einn vinning hvort lið eftir tvær fyrstu umferðirnar.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.