- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gáfum tóninn strax í upphafi

Halldór Harri Kristjánsson þjálfari HK. Mynd/HK
- Auglýsing -

„Við gáfum tóninn með frábærum varnarleik í fyrri hálfleik. Eyjaliðið lenti í vandræðum þótt það léki langar sóknir sem hentaði okkur ágætlega,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs HK, glaður í bragði eftir fyrsta sigur liðsins í Olísdeildinni á leiktíðinni í kvöld. HK skellti þar ÍBV á sannfærandi hátt, 27:21, í Kórnum í upphafsleik 4. umferðar.


„Okkur tókst fyrir vikið að keyra hröð upphlaup sem lögðu einnig grunn að sigri okkar. Í síðari hálfleik kom stuttur kafli hjá okkur þar sem við gáfum aðeins eftir. Sigurinn var aldrei í hættu, okkur tókst komast á skrið aftur,“ sagði Harri ennfremur.


„Ég er sannarlega ánægður með þennan sigur eftir þrjá erfiða leiki í upphafi keppnistímabilsins. Þrátt fyrir eitt og annað hafi heppnast dugði það ekki til sigurs fyrr en núna. Nú small vörn og sókn vel saman og það skilaði þessum kærkomna sigri,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK í samtali við handbolta.is í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -