- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Galið dæmi – þú hefðir ekki getað skrifað þessa sögu“

Sigurjón Guðmundsson markvörður í Noregi. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


„Þetta er galið dæmi. Nú er ég á leiðinni til Frakklands í leik í Meistaradeildinni. Þú hefðir ekki getað skrifað þessa sögu,“ segir markvörðurinn Sigurjón Guðmundsson í samtali við hlaðvarpsþáttinn Handkastið um ævintýralegar tvær síðustu vikur hjá honum í herbúðum norska meistaraliðsins Kolstad.

Sigurjón kvaddi HK í sumar og gekk til liðs við Kolstad sem þriðji markvörður en aðallega þó til að standa í marki Charlottenlund, venslaliðs Kolstad, sem leikur í næst efstu deild. Þegar Thorbjörn Bergerud, landsliðsmarkvörður Noregs og markvörður Kolstad, meiddist í leik í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum var kallað í Sigurjón sem kastaði sér út í ískalda laugina. Síðan hefur hann leikið þrjá leiki fyrir Kolstad í deild og bikar og varið afar vel.

Sigurjón Guðmundsson í leik með HK gegn Gróttu fyrir ári. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

„Allt eðlilegt við það“

„Ég fékk óvænt sénsinn í fyrsta leik eftir að ég kom inn í liðið, gegn Bergen í bikarnum. Þar náði ég að verða fyrir nokkrum boltum. Eftir þá viðureign var leikur í deildinni þar sem ég fékk einnig tækifæri og varði nokkur skot. Síðan var maður bara mættur í útileik við Elverum fyrir framan 5.500 áhorfendur, nánast nýkominn úr Kórnum fyrir framan 50 manns. Allt eðlilegt við það. Gegn Elverum spilaði ég með í um 20 mínútur,“ sagði Sigurjón eldhress í samtali við Handkastið sem kom úr í gær.

Í Nantes í kvöld

Sigurjón er í liði Kolstad sem sækir Nantes heim í fjórðu umferð Meistaradeildar karla í kvöld. Þess má geta fyrir okkur sem eldri erum að Sigurjón hefur ekki langt að sækja hæfileikana sem markvörður. Faðir hans er Guðmundur Hrafnkelsson markvörður landsliðsins til tveggja áratuga og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 407 landsleiki.

Viðtalið við Sigurjón er í heild sinni að finna í nýja þætti Handkastsins sem m.a. er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Samtalið við markvörðinn hefst eftir 59,35 mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -