Garðar Ingi Sindrason átti stórleik fyrir FH þegar liðið vann KA í miklum markaleik í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld, 45:32. Garðar Ingi skoraði 13 mörk í 13 skotum og var auk þess með fjórar stoðsendingar. Var hann svo sannarlega fremstur sóknarmanna í leiknum þótt fleiri félagar hans hafi kunnað vel við sig á fjölum Kaplakrika í þessari viðureign hins heillum horfna varnarleiks.
Sennilega hjó FH nærri markameti í efstu deild karla með mörkunum 45.
FH hafði átta marka forskot í hálfleik, 22:14. KA tókst að minnka muninn í fimm mörk þegar 12 til 13 mínútur voru til leiksloka. Nær komust þeir ekki.
FH er nú stigi á eftir KA með 11 stig í fimmta sæti deildarinnar. KA er í þriðja sæti.
Þetta var annað tap KA í síðustu átta leikjum.


Mörk FH: Garðar Ingi Sindrason 13, Símon Michael Guðjónsson 8/3, Ómar Darri Sigurgeirsson 8, Jón Bjarni Ólafsson 6, Brynjar Narfi Arndal 4, Birkir Benediktsson 2, Chaouachi Mohamed Khalil 2, Birgir Már Birgisson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 11, 35,5% – Daníel Freyr Andrésson 4/1, 25%.
Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9/2, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 7, Arnór Ísak Haddsson 6, Logi Gautason 4, Magnús Dagur Jónatansson 2, Morten Linder 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 6, 13,6% – Guðmundur Helgi Imsland 1, 20%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.





