- Auglýsing -
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Phil Döhler eru komnir áfram í norsku bikarkeppninni með Sandefjord eftir stórsigur á Kragerø, 40:25, í Kragerøhallen í kvöld.
Þorsteinn Gauti, sem gekk til liðs við Sandefjord í sumar eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með Fram, skoraði tvö mörk í leiknum. Engum sögu fer af frammistöðu Döhlers markvarðar sem einnig er nýliði hjá norska úrvalsdeildarliðinu.
Kragerø-menn héldu í við Sanderfjord-pilta í fyrri hálfleik og var aðeins tveggja marka munur í hálfleik, 17:15, og kátt á hjalla í Kragerøhallen.
Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst á laugardaginn.
Vinsælt lesefni síðustu vikur:
- Auglýsing -