- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gauti verður áfram í Úlfarsárdal

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson leikmaður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn öflugi Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram. Samningurinn gildir til ársins 2025 og tekur við af þeim sem Gauti skrifaði undir þegar hann kom til Fram á nýjan leik fyrir tveimur árum að lokinni dvöl hjá Aftureldingu.


Gauti hefur leikið yfir 100 leiki með meistaraflokki Fram og verið einn af öflugri leikmönnum liðsins á síðustu árum. Þrátt fyrir að hafa verið frá um skeið í vetur vegna meiðsla er Gauti markahæsti leikmaður Fram í Olísdeildinni um þessar mundir með 82 mörk. Hann var næst markahæsti leikmaður Fram á síðasta keppnistímabili.


Gauti er af finnsku bergi brotinn og öðlaðist sæti í finnska landsliðinu í byrjun þessa árs og hefur tekið þátt í öllum fjórum landsleikjum Finna það sem af er ársins, m.a. tveimur í undankeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði.

Fram mætir Herði í Olísdeild karla í Úlfarsárdal í kvöld í 20. umferð deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18.15.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -