- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gengum á lagið og héldum fullri ferð til leiksloka

Arnór Atlason aðstoðarþjálfari og Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari velta málum fyrir sér. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta var öruggur sigur og margt gott en ég er líka viss um að þegar við verðum búnir að fara yfir leikinn þá sjáum við margt sem við getum lagað,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla eftir öruggan sigur, 39:24, í fyrsta landsleiknum við stjórnvölin gegn Færeyingum í Laugardalshöll í gærkvöld.

Á fullri ferð til leiksloka

„Menn nýttu tækifærið þegar það gafst. Tæknifeilunum fjölgaði hjá Færeyingum þegar kom fram í síðari hálfleik. Ég er ánægður að við gengum þá lagið og héldum dampi út allan síðari hálfleikinn. Vissulega fóru Færeyingar að rúlla aðeins á liðinu í síðari hálfleik. Þeir hafa ekki mikla breidd í hópnum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að við tókum leikinn alvarlega frá upphafi til enda og gerðum það vel,“ sagði Snorri Steinn.

„Leikur Færeyinga kom okkur ekkert á óvart. Miklu máli skiptir að standast fyrstu árásir þeirra sem eru mjög góðar,“ sagði Snorri Steinn.

Snorri Steinn landsliðsþjáfari hlýðir á þjóðsönginn í Laugardalshöll í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Reyndum að riðla þeirra leik

Ljóst að um leik ólíkra liða var að ræða. Íslenska liðið vill keyra upp hraðann meðan Færeyingar freista þess að draga úr hraðanum.

„Á tímabili var leikaðferð þeirra að ganga upp. Þeir voru lengi að stilla upp í sóknir og gerðu það vel. Það verður ekki af þeim tekið. Við reyndum að sama skapi að riðla leik þeirra með því að skipta á milli 5/1 og 6/0 varna. Okkur tókst vel við að koma þeim í opna skjöldu. Elliði Snær var frábær og skoraði nokkur mörk með skotum yfir allan völlinn. Einnig var Viktor Gísli geggjaður og var þar af leiðandi í markinu allan leiktímann. Ekki var ástæða til þess að skipta honum út.“

Breytingar en sama upplegg

Spurður hvort hann ætlar að gefa einhverjum þeirra sem voru utan vallar í gær tækifæri í síðari leiknum í dag sagðist Snorri Steinn reikna með einhverjum breytingum á leikmannahópnum en fimm leikmenn voru utan hópsins í gær af þeim 21 leikmanni sem hann valdi til æfinga og leikjanna tveggja.

„Við verðum með sama upplegg, það er að keyra hratt. Ég vil dreifa álaginu og rúlla mikið á hópnum. Kannski verða einhverjir nýir menn í hóp,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Laugardalshöll í gærkvöld.

Miðasala á síðari leikinn við Færeyinga í dag.

Síðari vináttleikur Íslands og Færeyja hefst klukkan 17.30 í dag í Laugardalshöll. Þau sem ekki eiga kost á mæta í Höllina geta fylgst með leiknum í opinni dagskrá á aðalrás Sjónvarps Símans, rás 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -