- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerir þriggja ára samning við þýsku meistarana

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska meistaraliðið SC Magdeburg. Félagið sagði frá þessu í dag. Elvar Örn kemur til félagsins næsta sumar og verður samningsbundinn út leiktíðina 2028. Hann verður þriðji Íslendingurinn og annar Selfyssingurinn í herbúðum Magdeburg á næsta tímabili því fyrir eru Ómar Ingi Magnússon, sem er einnig frá Selfossi, og Hafnfirðingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson.


Orðrómur hefur verið uppi í marga mánuði um vistaskiptin sem ekki voru þó staðfest fyrr en í dag þegar Magdeburg sagði frá þeim en á sama tíma tilkynnti Melsungen, sem er efst í þýsku 1. deildinni um þessar mundir, að Elvar Örn hafi ákveðið að söðla um á næstu leiktíð að lokinni fjögurra ára veru hjá félaginu.

Elvar Örn, sem er 27 ára gamall, kom til Melsungen sumarið 2021 frá danska liðinu Skjern. Til Skjern kom Elvar Örn eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Selfoss vorið 2021.

Sjá einnig: Áfram er því haldið fram að Elvar Örn fari til meistaranna

Elvar Örn staðfestir viðræður við Magdeburg

Áttundi leikmaðurinn

Elvar Örn verður áttundi íslenska handknattleiksmaðurinn til þess að leika með SC Magdeburg. Auk Gísla Þorgeirs og ÓmarS Inga sem eru nú þegar hjá félaginu hafa Janus Daði Smárason, Björgvin Páll Gústavsson, Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason leikið með liði félagsins. Einnig hafa tveir Íslendingar þjálfað hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og Geir Sveinsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -