- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerum betur á laugardaginn

Gunnar Valur Arason, þjálfari Fjölnis-Fylkis fer yfir málin með leikmönnum sínum. Mynd/Þorgils G - Fjölnir.
- Auglýsing -

„Þetta er reynsla fyrir okkur öll, bæði mig og leikmennina. Þetta er skemmtilegt tækifæri og vonandi gerum við aðeins betur á laugardaginn,“ sagði Gunnar Valur Arason, þjálfari Fjölnis-Fylkis við handbolta.is í kvöld eftir að lið hans hafði tapað fyrir HK, 27:15, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum umspils Olísdeildar kvenna í Kórnum í kvöld.

„Við fengum bara 10 mörk á okkur í fyrri hálfleik sem er mjög gott. Sóknarleikurinn var erfiður gegn jafn sterkum leikmönnum og HK hefur á að skipa. Nokkrir þeirra hafa leikið með landsliðinu. Vissulega þurfum við að skerpa á sóknarleiknum fyrir leikinn á laugardaginn. Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en það dró aðeins af okkur í þeim síðari. Við ætlum að stríða HK-liðinu meira á laugardaginn með betri sóknarleik. Leikurinn er kærkominn fyrir okkur. Við lærum af svona verkefnum,“ sagði Gunnar Valur Arason, þjálfari Fjölnis-Fylkis í samtali við handbolta.is í kvöld.

Aðeins hálfur sigur

„Við vorum í basli í fyrri hálfleik, ekki síst í sóknarleiknum. Tækifærin voru fyrir hendi en kannski voru leikmenn bara stressaðir. Í síðari hálfleik kom fljótlega meiri ró yfir okkur um leið og við fengum nokkuð auðveld mörk,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, eftir sigurinn á Fjölni-Fylki. Með sigrinum fór HK-liðið langt með að tryggja sér sæti í úrslitum umspilsins en liðin mætast öðru sinni í Dalhúsum á laugardaginn.


„Mér fannst Fjölnis-Fylkisliðið standa sig vel. Það gerði leikinn ekkert einfaldann fyrir okkur. Við berum virðingu fyrir andstæðingum okkar. Við verðum að vera klár í slaginn á laugardaginn. Það er aðeins hálfur sigur að baki. Við megum ekki gleyma okkur í værukærð þótt þessi sigur hafi verið öruggur,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, í samtali við handbolta.is eftir leikinn í Kórnum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -