- Auglýsing -
- Auglýsing -

Getum engum nema okkur sjálfum um kennt

Hannes Grimm leikmaður Gróttu horfir á eftir Degi Fannari Möller leikmanni Fram í leiknum í Hertzhöllinni í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt að tapa þessum leik, það voru tapaði boltar og svoleiðis þvæla,“ sagði Hannes Grimm hinn reyndi leikmaður Gróttu eftir tveggja marka tap fyrir Fram, 30:28, á heimavelli í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hertzhöllinni í kvöld.


Grótta var yfir eftir fyrri hálfleik, 17:16, en tapaði þræðinum niður strax á fyrstu mínútunum. Hannes sagði þetta hafa loðað við liðið í allan vetur. „Við vorum bara ekki með á nótunum á fyrstu fimm eða tíu mínútunum, svipað og raun hefur verið á í fleiri leikjum í vetur. Við verðum að rífa okkur í síðari hálfleik í næstu leikjum,“ sagði Hannes Grimm ennfremur.

Grótta situr í áttunda sæti af 12 liðum deildarinnar með átta stig en Fram er í 5. sæti með 15 stig.

Staðan í Olísdeildunum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -