- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildin í kvöld – úrslit, markaskor, staðan

Leikmennn Fram fagna sigri á Gróttu í Hertzhöllinni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar ÍBV færðust upp í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með stórsigri á Stjörnunni, 39:26, í Vestmannaeyjum. Eyjamenn eru þar með komnir tveimur stigum upp fyrir Aftureldingu sem á leik til góða. ÍBV er með 17 stig er stigi á eftir Val sem lagði Víkinga í Safamýri, 27:21. Góður varnarleikur Vals í síðari hálfleik lagði grunn að sigrinum í leik þar sem Víkingar voru ekkert síðri í 45 mínútur.

Liðsheildin var aðal Eyjamanna í kvöld sem voru mjög öflugir í leik sínum og hleypti Stjörnumönnum aldrei nærri sér. Starri Friðriksson átti stórleik hjá Stjörnunni. Hann skoraði 10 mörk. Aðrir voru hans eftirbátar að þessu sinni.


Fram stakk sér fram úr Gróttu á endasprettinum í hörkuleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kveðjuleik Marko Coric línumanns Fram. Hann var leystur undan samningi á dögunum af persónulegum ástæðum eins og handbolti.is sagði frá. Framarar eru jafnir Aftureldingu að stigum en Mosfellingar eiga leik til góða.

Haukar ráku af sér slyðruorðið eftir fjóra tapleiki í röð. Þeir lögðu HK, 26:24, á Ásvöllum og hefndu þar með fyrir naumt tap í fyrri viðureign liðanna í haust. Stefán Rafn Sigurmannsson lék sinn fyrsta leik með Haukum á leiktíðinni og vafalaust mun nærvera hans og reynsla virka vel á samherjana. HK-inga vantaði herslumun upp á en meiðsli margra leikmanna liðsins hefur sett talsvert strik í reikningin á undanförnum vikum.

KA tekur á móti Selfoss í KA-heimilinu á morgun í lokaleik 12. umferðar. Eftir leikinn nyrðra verður aðeins ein umferð auk einnar eftirlegukindar áður en leikmenn taka sér langt frí frá keppni í Olísdeild karla frá og með 18. desember og fram yfir Evrópumótið í handknattleik í janúar.

Úrslit leikja kvöldsins í Olísdeild karla.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – Stjarnan 39:26 (19:13).
Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 7, Gauti Gunnarsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4/2, Daniel Esteves Vieira 4, Andrés Marel Sigurðsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Elmar Erlingsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Ísak Rafnsson 1, Breki Þór Óðinsson 1, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 8/1, 33,3% – Petar Jokanovic 4/1, 28,6%.
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 10/2, Hergeir Grímsson 6/1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Benedikt Marinó Herdísarson 1, Egill Magnússon 1, Haukur Guðmundsson 1, Ísak Logi Einarsson 1.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 13/1, 28,9% – Adam Thorstensen 1, 12,5%.

Grótta – Fram 28:30 (17:16).
Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 7/2, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Hannes Grimm 3, Ágúst Emil Grétarsson 3/2, Andri Fannar Elísson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Jakob Ingi Stefánsson 1.
Varin skot: Shuhei Narayama 11, 45,8% – Einar Baldvin Baldvinsson 8, 34,8%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 8, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Tryggvi Garðar Jónsson 6, Rúnar Kárason 3/1, Eiður Rafn Valsson 2, Ívar Logi Styrmirsson 2, Marko Coric 1, Marel Baldvinsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9/1, 36% – Lárus Helgi Ólafsson 2, 14,3%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Haukar – HK 26:24 (16:13).
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7, Ólafur Ægir Ólafsson 5, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Þráinn Orri Jónsson 4, Össur Haraldsson 2, Adam Haukur Baumruk 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 1, Birkir Snær Steinsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 14, 37,8% – Magnús Gunnar Karlsson 0.
Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 9/5, Haukur Ingi Hauksson 4, Kristján Pétur Barðason 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Jón Karl Einarsson 1, Aron Gauti Óskarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 10/1, 30,3, Róbert Örn Karlsson 3, 50%.

Víkingur – Valur 21:27 (15:13).
Mörk Víkings: Þorfinnur Máni Björnsson 7, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Igor Mrsulja 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 15, 36,6% – Sverrir Andrésson 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 5/3, Róbert Aron Hostert 4, Ísak Gústafsson 4/1, Viktor Sigurðsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Alexander Peterson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Andri Finnsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 32,3%.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörg mistök í síðari hálfleik urðu Víkingi að falli

Varnarleikur okkar var stórkostlegur

Aron sló upp sýningu í Mosfellsbæ

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -