- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mörg mistök í síðari hálfleik urðu Víkingi að falli

Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings ræðir við sína menn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við vorum mjög góðir í 45 til 50 mínútur í leiknum en því miður þá voru 10 til 15 mínútur mjög slakar. Við gerðum sennilega 17 tæknifeila í leiknum og síðan vorum við klaufar í yfirtölu,” sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings vonsvikinn eftir sex marka tap fyrir Val í 12. umferð Olísdeildar karla í Safamýri í kvöld, 27:21.

Fá mörk á lokakaflanum

Víkingar voru yfir lengst af þangað til um stundarfjórðungur var eftir þegar Valsmenn sýndu klókindi. Víkingur var yfir, 15:13, eftir fyrri hálfleik átti þess kost að vera með þriggja marka forskot. Þeir skoruðu hins vegar aðeins þrjú mörk á liðlega 20 mínútna kafla í síðari hálfleik.

Valur heldur þar með áfram í öðru sæti deildarinnar, er þremur stigum á eftir FH og á leik til góða. Víkingar berjast áfram fyrir tilverurétti sínum í neðri hlutanum með sex stig.

Sjálfum okkur verstir

„Varnarleikurinn var góður, markvarslan fín og 15 mörk skoruð í fyrri hálfleik. Það voru lengi forsendur fyrir að við næðum tveimur stigum. Við vorum sjálfum okkur verstir sem er svekkjandi en um leið fullt af góðum punktum sem standa upp úr þegar upp er staðið,“ sagði Jón Gunnlaugur í samtali við handbolta.is.

Vantaði þrjá

„Tæknifeilarnir urðu okkur fjötur um fót og gerðu að verkum að við komumst ekki lengra gegn sterku liði Vals,“ sagði Jón Gunnlaugur sem saknaði Daníels Griffin og Gunnars Valdimars Johnsen auk þess sem Styrmir Sigurðsson var veikur í nótt og sem kom niður á honum þegar á hólminn var komið.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Víkingur – Valur 21:27 (15:13).
Mörk Víkings: Þorfinnur Máni Björnsson 7, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Igor Mrsulja 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 15, 36,6% – Sverrir Andrésson 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 5/3, Róbert Aron Hostert 4, Ísak Gústafsson 4/1, Viktor Sigurðsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Alexander Peterson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Andri Finnsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 32,3%.

Varnarleikur okkar var stórkostlegur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -