- Auglýsing -
- Auglýsing -

Varnarleikur okkar var stórkostlegur

Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Varnarleikur okkar var stórkostlegur í síðari hálfleik sem varð þess valdandi að Víkingur skoraði aðeins sex mörk. Leikurinn gefur okkur hinsvegar ekki ástæðu til þess að slá upp snemmbúinni áramótaveislu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem þakkaði fyrir stigin tvö gegn Víkingi í Safamýri í kvöld þegar liðin mættust í Olísdeild karla. Lokatölur 27:21 fyrir Val sem var undir í hálfleik, 15:13.


„Við vorum ekki nógu fastir fyrir í vörninni í fyrri hálfleik auk þess sem Danni [Daníel Andri Valtýsson] var frábær í marki Víkinga og gerði okkur erfitt fyrir. Hann varði sjö eða átta opin færi í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni.

Óskar Bjarni segir leik sinn manna minna um margt á tapleikinn við KA á dögunum sem Valur tapaði. „Við berum ekki nógu mikla virðingu fyrir því að halda í boltann. Flýtum okkur of mikið. Menn eru óþreyjufullir og vilja skora strax, helst tvö í hverri sókn,“ sagði Óskar Bjarni sem endurheimti Alexander Petersson á ný fyrir leikinn en hann var lánsmaður hjá félagsliði í Katar í síðasta mánuði.

Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson eru ennþá á meiðslalistanum og óvíst hvort þeir leiki með Val í leikjunum tveimur sem liðið á eftir áður en hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni frá og með 18. desember.

Staðan og næstu leikir í Olísdield karla.

Víkingur – Valur 21:27 (15:13).
Mörk Víkings: Þorfinnur Máni Björnsson 7, Stefán Scheving Guðmundsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 3, Igor Mrsulja 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Halldór Ingi Jónasson 2, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Daníel Andri Valtýsson 15, 36,6% – Sverrir Andrésson 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 5/3, Róbert Aron Hostert 4, Ísak Gústafsson 4/1, Viktor Sigurðsson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Alexander Peterson 1, Agnar Smári Jónsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Andri Finnsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10, 32,3%.

Mörg mistök í síðari hálfleik urðu Víkingi að falli

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -