- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gidsel bestur, markahæstur og stoðsendingakóngur HM

Mathias Gidsel fyrir miðri mynd, markakóngur HM 2025 og besti leikmaður mótsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í kvöld. Valið kom lítið á óvart enda varð Gidsel bæði markahæstur og stoðsendingakóngur mótsins. HM 2025 er fjórða stórmótið í röð sem Gidsel skorar flest mörk á, þ.e. HM 2023, EM 2024 og ÓL 2024.


Gidsel bætti einnig markametið í opnum leik, þ.e. hann skoraði 73 mörk að frátöldum vítaköstum. Fyrra met átti Suður Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon. Hann skoraði 70 mörk að frádregnum mörkum úr vítaköstum á HM 1995 á Íslandi.

Markahæstir á HM 2025, innan sviga er fjöldi leikja:
Mathias Gidsel, Danmörku, 74/1 (9).
Francisco Costa, Portúgal, 54 (9).
Dika Mem, Frakklandi, 54 (9).
Somin Pytlick, Danmörku, 50 (9).
Filip Kuzmanoovski, Norður Makedóníu, 49 (6).
Saif Aldawani, Kúveit, 47 (7).
Rutger ten Velde, Hollandi, 46 (6).
Emil M. Jakobsen, Danmörku, 45 (9).
Martim Costa, Portúgal, 44 (9).
Frankis Marzo, Katar, 42 (6).
Ivan Martinovic, Króatíu, 41 (9).
Délcio Pina, Grænhöfðaeyjum, 41 (6).
Erwin Feuchtmann, Chile, 40 (6).
Lenny Rubin, Sviss, 40 (6).

Flestar stoðsendingar, innan sviga er fjöldi leikja:
Mathias Gidsel, Danmörku, 45 (9).
Rodrigo Salinas, Chile, 41 (6).
Luc Steins, Hollandi, 37 (6).
Jim Gottdridsson, Svíþjóð 36 (6).
Ian Hueter, Bandaríkin, 34 (7).
Salvador Salvador, Portúgal, 33 (9).
Lukas Hutecek, Austurríki, 32 (6).
Simon Pytlick, Danmörku, 30 (9).
Ayyoub Abdi, Alsír, 29 (7).
Frank Enrique Cordies Castillo, Kúbu, 26 (7).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -