- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli og Ómar mæta Evrópumeisturunum í undanúrslitum í Köln

Gísli Þorgeir, Ómar Ingi og samherjar í Magdeburg mæta Evrópumeisturunum í undanúrslitum Meistaradeildar í Köln. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Evrópumeistarar Barcelona mæta SC Magdeburg í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln 14. júní. Dregið var til undanúrslita í dag en átta liða úrslitum lauk í gærkvöld, m.a. með ævintýralegum sigri Magdeburg á Veszprém í Ungverjalandi, 28:27, hvar Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmarkið.

Mættust fyrir tveimur árum

Magdeburg, sem Ómar Ingi Magnússon leikur einnig með, og Barcelona mættust einnig í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum. Magdeburg vann eftir vítakeppni og lék daginn eftir til úrslita og lagði Indurtria Kielce, 30:29.

Frammistaða Gísla Þorgeirs í leikjunum var eftirminnileg en hann fór út axlarlið í undanúrslitaleiknum en mætti engu að síður í úrslitaleikinn og gerði gæfumuninn. Gísli Þorgeir var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar fyrir frammistöðu sína.


Í hinni undanúrslitaviðureigninni laugardaginn 14. júní eigast við þýska liðið Füchse Berlin og Nantes frá Frakklandi. Berlínarliðið er í undanúrslitum í fyrsta sinn í 13 ár en Nantes náði síðast svona langt í Meistaradeildinni fyrir sjö árum.

Eldhressir leikmenn Nantes leika í undanúrslitum við þýska liðið Füchse Berlin. Ljósmynd/EPA

Barcelona vann Meistaradeildina fyrir ári með því að leggja Aalborg Håndbold í úrslitaleik, 31:30. THW Kiel vann Magdeburg í viðureign um bronsverðlaunin, 32:28.

Sjá einnig: Gísli Þorgeir skaut Magdeburg til Kölnar

Valdir kaflar: Ævintýralegur sigur Magdeburg og sigurmark Gísla Þorgeirs

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -