- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli og Ómar standa til boða í kjöri á handknattleikskarli Þýskalands

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur látið til sín taka á árinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru á meðal tíu handknattleikskarla sem koma til greina í kjöri á handknattleikskarli árisins 2022 í þýskum handknattleik. Þýska fréttasíðan handball-world stendur fyrir valinu í annað sinn en það er hluti af verðlaunahátíð fréttasíðunnar sem kallast því ramm þýska heiti German Handball Awards.

Kosning hefst 1. janúar

Kosning stendur yfir á netinu frá 1. janúar til og með 23. janúar og geta lesendur kosið í 11 flokkum, þar á meðal á milli tíu leikmanna í flokknum besti handknattleikskarl ársins. Einnig er kosið um bestu handknattleikskonu ársins, lið ársins, undrunarefni ársins, björtustu vonina, leiðtogi ársins og fleira.

Alfreð leiðtogi ársins

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands var kjörinn leiðtogi ársins í 2021 í kjörinu sem fram fór í upphafi þessa árs. Bjarki Már Elísson var þá einn tíu leikmanna sem valið stóð á milli í flokki handknattleikskarl ársins. Johannes Golla línumaður Flensburg og fyrirliði þýska landsliðsins hreppti hnossið.

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Auk Ómars Inga og Gísla Þorgeirs stendur valið að þessu sinni um Jim Gottfridsson, Flensburg, Fynn Hangstein, Eisenach, Juri Knorr, Rhrein-Neckar Löwen, Niklas Landin, THW Kiel, Hans Lindberg, Füchse Berlin, Dominik Mappes, Gummersbach, Dejan Milosavljev, Füchse Berlin, og Casper Mortensen, HSV Hamburg.

Tvö Íslendingalið kljást

SC Magdeburg, liðið sem þeir Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika með og varð meistari í vor, er eitt sex lið sem kom til greina í kjöri á liði ársins. Einnig er á þeim lista að finna Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson leika með. Gummersbach vann 2. deild með yfirburðum í vor og hefur svo sannarlega gert það gott fram til þessa í 1. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -