-Auglýsing-

Gísli skoraði sigurmarkið – Viktor varði víti Ómars og Hernandez lokaði á Barrufet – myndskeið

- Auglýsing -


Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sigurmark Evrópumeistara SC Magdeburg í kvöld þegar liðið vann Barcelona í Palau Blaugrana keppnishöllinni í Barcelona í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 22:21.

Sergey Hernandez markvörður Magdeburg og verðandi markvörðu Barcelona að ári liðinu innsiglaði sigurinn er hann varði vítakast frá Ian Barrufet þegar leiktíminn var á enda. Nokkru áður hafði Viktor Gísli Hallgrímsson varið vítakast frá Ómari Inga Magnússyni.


SC Mageburg varð þar með aðeins tíunda liðið til þess að vinna Barcelona í Meistaradeild Evrópu á heimavelli en núverandi tímabil er það 29. sem Katalóníuliðið er með í keppninni.

Magdeburg var með yfirhöndina í viðureigninni frá upphafi til enda. Heimamenn, án Dika Mem, sóttu hinsvegar hart að andstæðingum sínum þegar á leið síðari hálfleik og Frakkanum Timothey N’guessan, Timothey tókst að jafna metin, 21:21, þegar rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Eftir mikla spennu þá reyndist mark Gísla Þorgeirs tveimur mínútum fyrir leikslok vera sigurmarkið.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði vítakast frá Ómari Inga Magnússyni á síðustu mínútu leiksins en annars var Emil Nielsen í marki Barelona og varði vel, 13 skot, 38%.

Verðandi markvörður Barcelona en núverandi hjá Magdeburg, Sergey Hernandez var einnig frábær, með 15 skot varin, 43%.

Ómar Ingi var markahæstur hjá Barcelona með sex mörk. Oscar Bergendahl skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir skoraði þrisvar eins Sebastian Barthold.

Elvar Örn Jónsson lék nánast eingöngu í vörn Magdeburg.

Aleix Gomez Abello skoraði sjö mörk og Blaz Janc og N’guessan fjögur hvor.

Magdeburg hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í B-riðli en Barcelona annan af tveimur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -