- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir fékk högg á annað hnéið

Gísli Þorgeir Kristjánsson dregur ekki af sér. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi Evrópumeistara SC Magdeburg fékk þungt högg á hægra hné í síðari hálfleik í viðureign Magdeburg og Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Hann fór rakleitt af leikvelli undir læknishendur og kom ekkert meira við sögu í leiknum sem Magdeburg vann með yfirburðum, 43:29.

Bennet Wiegert sagði í samtali við Sport Bild eftir að leikinn að vonir standi til þess að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. Ekkert verði þó hægt að fullyrða fyrr en Gísli Þorgeir hafi farið í ítarlega læknisskoðun sem verður í dag. Eftir skoðun skýrist myndin.

Miklar annir eru hjá leikmönnum SC Magdeburg. Þeir eiga þrjá leiki eftir í þýsku 1. deildinni á næstu níu dögum. Eftir það tekur við úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln 8. og 9. júní.

Næst Íslendingaslagur

Næsti leikur Magdeburg verður á heimavelli á sunnudaginn gegn Leipzig sem Rúnar Sigtrygsson þjálfar og Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson leika með.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -