- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir í stóru hlutverki í jafntefli toppliðanna

Gísli Þorgeir Kristjánsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Stórliðin THW Kiel og SC Magdeburg skildu jöfn, 34:34, í Kiel í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Segja má að jafnteflið gagnist liðunum lítt í toppbaráttu deildarinnar og síður meisturum síðasta árs, Magdeburg. Kiel og Magdeburg hafa 41 stig hvort en einnig er Füchse Berlin með sama stigafjölda. Kiel og Füchse hafa lokið 25 umferðum en Magdeburg 26. Alls verða leiknar 34 umferðir í deildinni.


Sander Sagosen jafnaði metin fyrir Kiel, 34:34, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Eftir það fengu bæði lið sóknir og tækifæri til að bæta við mörkum. Allt kom fyrir ekki. Magdeburg hafði þriggja marka forskot, 21:18, þegar fyrri hálfleikur var að baki.

Darraðardans var stigin í lokin. Magdeburg átti síðustu sóknina en tókst ekki að skora úr henni áður en leiktöf var dæmd eins og sjá má á myndskeiði hér fyrir neðan.


Gísli Þorgeir Kristjánsson lék afar vel að vanda. Hann skoraði átta mörk í 10 tilraunum og gaf sex stoðsendingar. Leikmenn Kiel freistuðu þess að koma böndum yfir Gísla Þorgeir með því að taka hann úr umferð eftir að hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik.

Hollendingurinn Kay Smits var annars markahæstur hjá Magdeburg með 10 mörk. Svíinn Niclas Ekberg skoraði níu mörk fyrir Kiel og Hendrik Pekeler skoraði fjórum sinnum. Danski markvörðurinn Niklas Landin reyndist öflugur eins og stundum áður í stórleikjum. Hann varði 35% skota í marki Kiel.


Fjórir leikir fara fram síðar í dag í þýsku 1. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -