- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir innsiglaði sigurinn – titilinn blasir við

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Þýski meistaratitillinn í handknattleik karla blasir við SC Magdeburg eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson innsiglaði sigur liðsins á Füchse Berlin á heimavelli, 28:27, í dag. Magdeburg hefur sex stiga forskot í efsta sæti og hefur þar að auki leikið gegn liðunum þremur sem eru næst á eftir, Kiel, Berlin og Flensburg. Tvö síðarnefndu liðin eru átta stigum á eftir Magdeburg. Sjö umferðir eru eftir.


Gísli Þorgeir skoraði sigurmarkið 49 sekúndum fyrir leikslok en það var eitt fimm marka hans í leiknum. Hann átti einnig eina stoðsendingu. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg, auk sjö stoðsendinga.


Hans Lindberg skoraði 13 mörk fyrir Berlínarliðið, þar af átta úr vítaköstum. Lindberg er markahæstur í deildinni með 194 mörk, 15 mörkum á undan Bjarka Má Elíssyni sem er annar.

Magdeburg varð síðast þýskur meistari árið 2001 undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -