- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir lék á als oddi í Max-Schmeling-Halle

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék á als oddi í dag þegar þýska meistaraliðið SC Magdeburg vann efsta lið þýsku 1. deildarinnar, Füchse Berlin, með eins marks mun í sannkölluðum stórleik umferðarinnar í Max-Schmeling-Halle í Berlín í dag, 32:31.


Gísli Þorgeir skoraði 10 mörk í 12 skotum og átti þrjár stoðsendingar. Hann var allt í öllu í sóknarleik meistaraliðsins. Vissu varnarmenn ekki sitt rjúkandi ráð gegn hraða og sprengjukrafti Hafnfirðingsins. Framganga hans með Magdeburg á leiktíðinni verður enn til þess að auka á eftirvæntingu eftir heimsmeistaramótinu sem fram fer í næsta mánuði.

Standings provided by Sofascore


Gísli skoraði m.a. 32. og síðasta mark Magdeburgliðsins fjórum og hálfri mínútu fyrir leikslok, 32:29.


Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar. Þrjú marka sinna skoraði Selfyssingurinn úr vítaköstum.


Lasse Andersson og Hans Lindberg voru markahæstir hjá Füchse Berlin með sex mörk hvor.


Þegar þetta er skrifað er Füchse Berlin í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með 27 stig eftir 16 leiki. Kiel er stigi og leik á eftir. Kiel leikur við Melsungen þessa stundina. Magdeburg er í fjórða sæti með 23 stig og tvo leiki inni á Berlínarliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -