Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, eru á meðal þeirra handknattleiksmanna sem koma fram í myndbandi á vegum leikmannasamtakanna (EPHU) þar sem mótmælt er gríðarlegu álagi á handknattleiksfólki. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem samtökin beita sér með þessum hætti fyrir hagsmunum leikmanna. Viðlíka herferð var uppi fyrir nokkrum árum síðar og vakti mikla athygli en virtist því miður ekki skila tilætluðum árangri.
Rödd okkar verður að heyrast
„Hlustið á leikmennina. Virðið leikmennina. Leikmennirnir standa saman. Við erum með rödd og við verðum að vera með í herberginu svo hún heyrist þegar ákvarðanir eru teknar,“ segir meðal annars í myndbandinu.
70 til 80 leikir á tímabili
Ekki er ólaglegt að handknattleiksfólk í fremstu röð leiki 70 og upp í 80 leiki frá september og fram í lok maí með félagsliðum og landsliðum. Fyrir nokkrum árum var tekið saman að handknattleiksmaður í allra fremstu röð í heiminum léki handboltaleik nærri þriðja hvern dag frá lokum ágúst til loka mánaðar, alls 84 keppnisleiki.
Tíð stórmót
Eitt stórmót landsliða er á hverju ári og tvö á þeim árum sem Ólympíuleikar fara fram. Til viðbótar stendur til að bæta við enn einu mótinu fjórða hvert ár, Evrópuleikum, sem verður forkeppni fyrir Ólympíuleika.
Leikmenn segja álagið fyrir komið úr hófi sem komi niður andlegri og líkamlegri getu auk þess sem rödd þeirra er hvergi höfð með þegar ákvarðanir eru teknar varðandi mót og keppni. Leikmenn eru ekki hafðir með í ráðum heldur þvert á móti keyrðir áfram.
„Virðið leikmennina. Líkamlega og andlega álagið heldur áfram að aukast og tíminn til endurheimtar dregst saman.“
Fjöldi meiðsla
Fjöldi alvarlegra meiðsla á sér stað á hverju ári og virðist síst draga úr honum þrátt fyrir bætta menntun þjálfara og aukna áherslu á sjúkraþjálfun, endurheimt auk fyrirbyggjandi þjálfunar. Tíminn til þess að sinna öllu því sem þarf að sinna er ekki fyrir hendi. Telja má sennilega að álagið komið niður á líkama handknattleiksfólks eftir að ferlinu lýkur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem handknattleiksmenn stíga fram og mótmæla miklu leikjaálagi en því miður virðast þeir tala fyrir daufum eyrum stjórnenda alþjóðasamtaka handknattleiksins.



