- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Gísli Þorgeir varð annar – fimm úr handboltanum fengu stig

- Auglýsing -

Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir er íþróttamaður ársins 2025. Kjör hennar var opinberað í kvöld í sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ í Silfurbergi í Hörpu. Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, hafnaði í öðru sæti.


Fimm handknattleiksmenn hlutu stig í kjörinu.

Ómar Ingi Magnússon, fyrirliði landsliðsins og leikmaður SC Magdeburg, varð í 10. sæti. Aðrir úr röðum handknattleiksfólks sem hlutu stig eru Thea Imani Sturludóttir, Val og landsliðinu, Viktor Gísli Hallgrímsson, Barcelona og landsliðinu og Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehöf og landsliðinu.


Eftirtaldir íþróttamenn fengu stig í kjöri á Íþróttamanni ársins 2025:
-nöfn handknattleiksfólks er dökk- og skáletruð.

1. Eygló Fanndal Sturludóttir 532 stig.

2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 458 stig.

3. Tryggvi Snær Hlinason 211 stig.

4. Dagur Kári Ólafsson 143 stig.

5. Glódís Perla Viggósdóttir 142 stig.

6. Hákon Arnar Haraldsson 115 stig.

7. Jón Þór Sigurðsson 73 stig.

8. Snæfríður Sól Jórunnardóttir 65 stig.

9. Hildur Maja Guðmundsdóttir 59 stig.

10. Ómar Ingi Magnússon 51 stig.

11. Gunnlaugur Árni Sveinsson 47 stig.

12. Hanna Rún og Nikita 42 stig.

13. Cecilía Rán Rúnarsdóttir 38 stig.

14. Albert Guðmundsson 35 stig.

15. Thea Imani Sturludóttir 33 stig.

16. Viktor Gísli Hallgrímsson 32 stig.

17. Baldvin Þór Magnússon 30 stig.

18. Konráð Valur Sveinsson 26 stig.

19. Elvar Már Friðriksson 23 stig.

20. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 17 stig.

21. Elín Klara Þorkelsdóttir 12 stig.

22. Ragnhildur Kristinsdóttir 2 stig.

22. Jóhann Berg Guðmundsson 2 stig.

22. Thelma Aðalsteinsdóttir 2 stig.

Íþróttamenn ársins frá 1956.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -