Handbolti.is óskar lesendum sínum, nær og fjær, til sjávar og sveita, gleðilegs árs 2025 með kærum þökkum fyrir samfylgdina á árinu 2024 og í raun allt frá 3. september 2020.
Megi árið 2025 færa okkur öllum frið, gæfu og góða heilsu.
Við hlökkum til þeirra 365 daga sem standa fyrir dyrum á nýju ári.
Svo rís um aldir árið hvert um sig,
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu,
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Eitt á ég samt, og annast vil ég þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu,
og þykir ekki þokan voðalig.
Ég man þeir segja: “Hart á móti hörðu”,
en heldur vil ég kenna til og lifa,
og þó að nokkurt andstreymi ég bíði,
en liggja eins og leggur uppi í vörðu,
sem lestastrákar taka þar og skrifa,
og fylla, svo hann finnur ei, af níði.
(Jónas Hallgrímsson, 1807 – 1845).