Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Bayern München, er íþróttamaður ársins 2024 hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Greint var frá niðustöðu kjörsins í kvöld í sameiginlegu hófi Samtakanna og Íþróttta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu. Í fyrsta sinn í 69 ára sögu kjörsins voru konur í þremur efstu sætum.
Af 24 íþróttamönnum sem hluti stig í kjörinu að þessu sinni voru sex handknattleiksmenn, fjórir karlar og tvær konur. Ómar Ingi Magnússon var efstur handknattleiksfólks, í sjötta sæti. Ómar Ingi var kjörinn íþróttamaður ársins 2021 og 2022. Gísli Þorgeir Kristjánsson handknattleiksmaður varð fyrir valinu á síðasta ári.
Eftirtaldir íþróttamenn fengu stig í kjörinu að þessu sinni:
1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 stig.
2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 stig.
3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 stig.
4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 stig.
5. Anton Sveinn McKee, sund 131 stig.
6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 stig.
7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 stig.
8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 stig.
9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 stig.
10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 stig.
11. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 48 stig.
12. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur 42 stig.
13. Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur 37 stig.
14. Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur 36 stig.
15. Erna Sóley Gunnarsdóttir, frjálsíþróttir 30 stig.
16. Daníel Ingi Egilsson, frjálsíþróttir 29 stig.
17. Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleikur 16 stig.
18. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, knattspyrna 9 stig.
19.-20. Aron Pálmarsson, handknattleikur 7 stig.
19.-20. Elín Klara Þorkelsdóttir, handknattleikur 7 stig.
21. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 4 stig.
22. Sara Rún Hinriksdóttir, körfuknattleikur 2 stig.
23.-24. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, handknattleikur 1 stig.
23.-24. Kristinn Pálsson, körfuknattleikur 1 stig.
(Starfsmaður handbolti.is er félagi í Samtökum íþróttafréttamanna sem stendur fyrir valinu).
Íþróttamenn ársins úr röðum handknattleiksfólks:
1964 – Sigríður Sigurðardóttir, Val.
1968 – Geir Hallsteinsson, FH.
1971 – Hjalti Einarsson, FH.
1989 – Alfreð Gíslason, Bidasoa.
1997 – Geir Sveinsson, Montpellier.
2002 – Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
2003 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2006 – Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach.
2008 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2009 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2010 – Alexander Petersson, Füchse Berlin.
2012 – Aron Pálmarsson, THW Kiel.
2021 – Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2022 – Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2023 – Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg.
Listi yfir íþróttamenn ársins frá 1956.